Aflahrun í Faxaflóa á dragnót milli ára 2025 og 2024


núna 1.september síðastlinn þá hófst nýtt fiskveiðiár, og samhliða því 

þá opnaðist Faxaflóinn , eða Bugtin eins og það er kallað fyrir veiðar með dragnót,

Saga dragnótaveiða í Faxaflóa er töluvert löng, og hún er hefur alltaf verið bundin þeim tíma að það 

má til dæmis ekki hefja veiðar fyrr enn 1.september hvert ár, og Bugtin er aðeins opinn til miðjan desember.

reyndar var á árunum 1980 og fram eftir 1990 að þá máttu veiðar í Bugtinni hefjast 1.ágúst,

í fyrra þá var mokveiði á þorski í Faxaflóanum, svo eftir var tekið.

Reyndar er núna þannig að mikið aflahrun er í veiðum í Faxaflóanum á dragnót og þá helst

varðandi þorskinn, þó svo að skarkolaveiðin og kolaveiðin hefur verið mjög góð.,

 Stapafell SH
til dæmis þá var Stapafell SH með 360 tonna afla í 19 róðrum og mest 34 tonn í einni löndun í september árið 2024

báturinn landaði öllum sínum afla þá í Reykjavík og var uppistaðan í aflanum þorskur

núna árið 2025 þá er mikið aflahrun  hjá bátnum, og báturinn aðeins kominn með 89 tonn í 13 róðrum

og mest 14 tonn.  enda er báturinn farinn núna á Arnarstapa.

 Aðalbjörg RE 
Annar bátur sem vert er að skoða er Aðalbjörg RE

Aðalbjörg RE á lengstu sögu allra báta sem eru á dragnót í Faxaflóa, en saga bátsins á dragnót þar er orðin hátt í 38 ár.

í september árið 2024 þá landaði báturinn 207 tonnum í 15 róðrum og mest 27 tonn og var þarna uppistaðan þorskur,

þá var báturinn í Reykjavík út árið 2024 og kom ekki til Sandgerðis fyrr enn um miðjan desember,

núna árið 2025 þá er Aðalbjörg RE kominn með 90 tonn í 11 róðrum og mest 16 tonn, en þar var uppistaðan skarkoli,

en báturinn kom til Sandgerðis um miðjan september,

Siggi Bjarna GK
eftir standa þá aðeins fjórir bátar sem eru á veiðum í Faxaflóanum, en það er Esjar SH,  Hafdís SK sem hafa verið á veiðum 

í innanverðum Faxaflóa og síðan Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK, sem að mestu hafa verið á veiðum utan við Garð og þar inn með landinu.

þeir aftur á móti hafa ekki verið í þorskinum  heldur að mestu í kolanum og hefur Siggja Bjarna GK gengið nokkuð vel

kominn með 98 tonn í 11 róðrum og mest 19 tonn, af þessum afla er 52 tonn af skarkola

Stapafell SH mynd Gísli Reynisson